Sagan
Fiskvinnslan Kambur er fjölskyldufyrirtæki og var það stofnað árið 1987 á Flateyri af Hinriki Kristjánssyni og fleirum. Á þessum árum var áherslan lögð á léttsöltuð þorskflök og saltaðar afurðir fyrir spánarmarkað. Árið 2009 fluttist fyrirtækið til Hafnarfjarðar og hóf þar vinnslu á ferskum afurðum og er staðsett í dag við Óseyrarbraut 17 í Hafnarfirði.
Flæðilínur, skurðavél og pökkun er frá Völku en aðarar vinnsluvélar frá Curio. (Hausari, flökunarvél, roðfléttivél). Við framleiðum afurðir eingöngu úr Þorsk og Ýsu.
Okkar helstu markaðir eru N-Ameríka og meginland Evrópu. Við erum vel staðsett aðeins 30 mínútur frá Keflavíkurflugvelli sem gerir flutning á afurðum skjótan og við miðum við að fiskurinn sé komin í verslanir erlendis innan við 48 klst frá veiði.
Við höfum alltaf lagt áherslu á að halda góðan starfsanda, bjóða upp á ferskar afurðir og leyfa heiminum að njóta með okkur. Hinrik, stofnandi Kambs.