Bach hljómar í vinnslunni

 In Fréttir

Á haustmánuðum 2018 fengum við skemmtilega heimsókn frá píanósnilling að nafninu Víkingur Heiðar Ólafsson. Hann tók upp nýtt myndband leikstýrt af Magnúsi Leifssyni hér í fiskvinnslunni hjá okkur og einstaklega gaman að horfa á það núna og sjá skemmtileg sjónarhorn og auðvitað smá frávik frá raunveruleikanum, eins og gamaldags stimpilklukku o.fl. Verkið er eftir Johann Sebastian Bach og er þetta önnur platan sem Víkingur gefur út í gegnum útgáfufyrirtækið Deutsche Grammophon. Í myndbandinu leikur Friðgeir Einarsson mann sem ímyndar sér lífið utan fiskvinnslunnar og á meðan spilar Víkingur á flygilinn.

Ítarlegri umfjöllun má finna hér

Fleiri fréttir
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search