Nýr Kristján HF 100

 In Fréttir

Í Júní 2018 var tekin í notkun glænýr bátur hjá Kambi, Kristján HF 100. Þetta er Cleopatra 46B byggður af Trefjum í Hafnarfirði. Báturinn rúmar allt að 73 kör sem eru 460 lítrar að stærð. Þar er upphituð stakkageymsla fyrir sex manns, svefnpláss fyrir sex með sér sturtu fyrir hvern mann, fullbúið eldhús og er hann í raun útbúinn til lengri útiveru ef þess þarf. Nýji báturinn býður upp á meiri sókn á miðin, hann er stærri og þolir betur verri veður og fer þ.a.l fleiri róðra í hverri vinnulotu.

Kæli- og blóðgunarkerfið í bátnum er frá Skaganum 3X með tveimur sniglum og  hefur sama hitastig og er í sjónum sem heldur fisknum ferskari. Því næst fer fiskurinn í kælisnigilinn þar sem er 0°heitur sjór og að lokum fer hann niður í lest í krapa. Kerfið skapar því gífurlega mikla gæðaafurð og er þessi bátur fyrsti á landinu sem er útbúinn blæði- og kælisnigli.

Okkur hlakkar til þess að halda áfram veiðunum á þessum glæsilega bát sem hefur nú þegar stuðlað að meiri hagkvæmni og gæðum í vinnslu & afurðum.

Fleiri fréttir

Leave a Comment

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search